Latest stories

  • Atalanta 0 – 1 Liverpool (3-1)

    Mörkin

    0-1 Salah (5.mín, víti)

    Hvað réði úrslitum

    Spilamennska liðsins í þessum tveimur leikjum var til skammar. Það má auðvitað benda á stór atriði eins og færið hans Darwin í fyrri leiknum og færið hjá Salah í fyrri hálfleik í þessum leik en ef við horfum á þetta í heild sinni þá átti liðið bara ekkert skilið að fara í undanúrslit….. í Europa League.

    Þetta er bara sá tímapunktur tímabilsins þar sem að hver leikur er úrslitaleikur – við erum að tapa þeim einum af öðrum og eigum nú eina keppni eftir þar sem að líkurnar eru ekki með okkur. Bæði er formið á okkur þannig að ég óttast sunnudaginn en einnig er City bara lið sem lætur ekki af hendi forystu, því miður.

    Hvað þýða úrslitin

    Það er frekar einfallt, evrópuleikir Liverpool undir stjórn Klopp verða ekki fleiri. Það er þyngra en tárum taki.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Í einvíginu sjálfu? Markvarsla, varnarvinna, tengin miðju og varnar, tenging miðju og sóknar, sóknarleikur og nýting.

    Fyrir það fyrsta, Liverpool á aldrei að tapa 0-3 á Anfield. Það á bara ekki að gerast, sama hver andstæðingurinn er. Leikur liðsins var í algjöru ójafnværi í báðum þessum leikjum. Varnarleikur liðsins var betri í seinni leiknum en líklega var stór ástæða þess að heimamenn þurftu ekki að leita að marki. Miðjan var jafn týnd og hún hefur verið síðustu 2 vikurnar og sóknin var algjörlega geld nánast allann leikinn.

    Horfandi á það að við héldum hreinu (loksins), þá hefði allur sóknarleikur liðsins mátt fara betur. Allt frá öftustu línu og fram á topp – og lítið breyttist við skiptingarnar.

    Næsta verkefni

    Það er stutt á milli stríða. Næsta verkefni er á sunnudaginn þegar við heimsækjum Fulham í deildinni. City á ekki deildarleik þessa helgina (undanúrslit í FA bikanum) svo það er mikilvægt að við gerum það sem við getum.

    Þar til næst

    YNWA

    [...]
  • Liðið gegn Atalanta

    Liverpool liðið skuldar frammistöðu eftir þá þrumuskita sem síðasta vika var og Klopp ætlar að gera atlögu að því að snúa ruglinu á Anfield við með sterku byrjunarliði.

    Gakpo leiðir sóknina en Nunez og Jota eru á bekknum. Jones er eins ennþá á miðjunni þrátt fyrir að hafa verið verulega ryðgaður eftir að hann kom úr meiðslum. Þetta er engu að síður farið að nálgast þar sem við tölum um sem okkar allra sterkasta lið.

    Liverpool hefur skorað þrjú mörk eða meira í 23 leikjum á þessu tímabili og vann 0-5 í Bergamo síðast. Þetta einvígi er ekkert búið ef okkar menn mæta til leiks og nýta þó ekki væri nema 1/4 af marktækifærunum.

    [...]
  • Atalanta – Liverpool part 2

    Þetta er búið að vera skrítið tímabil. Væntingarnar fyrir tímabilið voru svona temmilega bjartsýnar eftir lélegt ár á undan og svo endurnýjun á miðsvæðinu.  Svo hefur tímabilið verið frábært en allt í einu datt þetta undan okkur og manni líður eins og himinn og jörð séu að farast.

    Liðið er en þá að standa sig eiginlega betur en maður átti von á en samt er maður svekktur að nýta ekki tækifærið sem okkur var í boði s.s að Man City hafa oft verið betri en málið er að við höfum líka oft verið betri undri Klopp(væri ekki leiðinlegt að taka 97 stiga tímabil núna og slátra deildinni).

    Næst á dagskrá er Atalanta og eftir 0-3 tap á heimavelli eru menn ekki mjög bjartsýnir en það sem maður hefur lært undir stjórn Klopp er að við munum aldrei gefast upp.

    ATALANTA

    Var stofnað árið 1907 og er þekkt fyrir góðar akademíur. Heimavöllur liðsins tekur c.a 25 þ manns og eru þarna gallharðir stuðningsmenn sem munu taka vel á móti Liverpool mönnum og syngja líklega stanslaust í 90 mín. Þetta er einn af þeirra stærstu leikjum í sögunni.
    Atalanta er lið sem á ekki glæsta bikar sögu en þeim tókst þó að vinna Coppa Italia árið 1963 og eru Ítölsku blöðin að tala um þetta sem einn af glæstu sigrum Atalanta og eru nánast búnir að afskrifa Liverpool ( stærri lið en þeir hafa gert það og séð eftir því).  Þið verðir að afsaka en mér er svo drullu sama núna um sögu Atalanta ég hef meiri áhyggjur af leiknum sjálfum.

    Mér finnst þetta stórskemmtilegt lið og á meðan að maður var að lasta Liverpool liðið þá gat maður eiginlega ekki fundið margt leiðinlegt um þetta Atalanta lið. Þetta er ekki lið sem er með Ítalskan varnarmúr fyrir framan sig heldur spilar það maður á mann vörn sem er ótrúlega hugrökk vörn til að spila þegar liðið mætir liði eins og Liverpool.

    Ég veit ekki hvort að þið tókuð eftir því í síðasta leik en Klopp var að leysa maður á mann vörnina með því að færa miðjumennina okkar aftar á völlinn til að færa Atalanta leikmenn framar og svo var það langur á Gakpo eða Nunez sem voru sterkir að halda bolta og næsta skref var þá að keyra á þá 3 á 3 eða 4 á 4.  Það sem okkur gekk samt illa var að nýta okkur þessa stöðu betur.

    Ef Atalanta halda áfram að spila maður á mann vörn þá bíð ég eiginlega spenntur að sjá hvernig Klopp ætlar að leysa þá stöðu. Er hann að fara að gera svipað en gera það betur eða ætlar hann að breytta alveg til og færa þetta út í en þá meiri geðveiki.

    Liverpool
    Carragher var að stinga upp á því að spila varaliðinu í þessum leik og er ég 100% ósammála honum. Man City er ekkert að fara að klúðra deildinni úr þessu(við vitum það liða best) og er þetta okkar stærsti möguleiki á titli. Ég vill að við keyrum á þetta frá fyrstu mín.

    Saga Liverpool er full af ótrúlegum Evrópukvöldum og af hverju gæti þessi Atalanta leikur ekki verið það líka? Við höfum séð það svartara  0-3 undir gegn AC Milan í hálfleik,  0-3 undir gegn Messi/Suarez Barcelona,  1-3 undir gegn Dortmund og hálftími eftir.

    Við erum ekki á Anfield núna en ég tel að leikmenn verða gíraðir í þennan leik frá fyrstu mín og kannski dugar það ekki til en það verður ekki af því að menn voru ekki með 100% trú á verkefnið og selja sig hart fyrir klúbbinn.

     

    Ég held að þetta verður liðið okkar.
    Alisson verður í markinu enda okkar sterkasti og verður að fá að spila.
    Trent geggjaður sóknarlega og Bradley meiddur svo að við þurfum á honum að halda.
    Van Dijk/Konate okkar besta par
    Andy er kominn í gang og er þá einn besti vinstri bakvörður í heimi.

    Endo sér um að passa okkur varnarlega.
    Jones er einn besti pressu kallinn okkar og orkubolti.
    Sly er þarna af því að hann getur skapað og hreyf sig.

    Mac Allister er auðvitað búinn að vera okkar besti maður undanfarið en hann virkar smá þreyttur en hann gæti klárlega byrjað inn á og þá tel ég að hann verður frekar fyrir Endo(viljum sækja) heldur en hina. Svo gæti Klopp líka sett Gakpo á miðsvæðið og verið með fjóra sóknarmenn inn á en það er kannski óþarfi að byrja á því.

    Sóknarlega væri auðvitað ekki vitlaust að spila Gakpo af því að hann virtist vera eini með smá lífi gegn Atalanta í fyrsta leiknum en ég held að Klopp munu bara segja fuck it og keyra á Diaz, Jota og Salah sem allir geta búið til eitthvað upp úr engu.
    Nunez  gæti líka startað að sjálfsögðu en ég held að hann verður super sup í þessum leik.

    Spá 

    Ætli ég hafi ekki bara verið manna þyngstur á Kop.is spjallinu undanfarið og er ég þá ekki bara að tala um í kg. Gengi Liverpool hefur farið illa í mig og ég sár og svektur yfir því að við séum að klúðra síðasta tímabili Klopp hjá Liverpool.
    Það væri því við hæfi að halda þessum pirring áfram og spá 1-2 fyrir Liverpool og úr leik en ég bara nenni því ekki. Ég ætla að spá því að við séum að fara að upplifa alvöru Liverpool evrópu kvöld.
    Þetta fer 0-3 fyrir Liverpool eftir 90 mín  og svo klárum við þetta í framlegingu 0-4.

    Klopp bað okkur nefnilega að breyttast úr efasemdarmönnum í þá sem trúa þegar hann kom og viti menn ég gleymdi því í smá stund. Ég ætla að trú

    YNWA

     

     

    [...]
  • Liverpool 0 – 1 Crystal Palace (Skýrsla)

    0-1 Eze ’14

    Fyrri hálfleikur var að miklu endurtekið efni frá því fyrr í vetur. Það vantaði ekki ákafan í okkar menn, sérstaklega Robbo og Diaz, en liðið var engan vegin í takti við sjálft sig. Í hvert sinn sem Palace fengu tækifæri til að sækja sköpuðu þeir mikla hætta og eftir ekki nema korters leik náðu gestirnir að skora eftir frábæra sókn og hörmungar varnarvinnu hjá Liverpool.

    Skömmu síðar var Van Dijk nálægt því að gefa annað mark þegar hann rann í grasið, en Alisson náði að neyða sóknarmanninn í að vippa og þindarlausi skotinn okkar bjargaði á marklínu á síðustu sekúndu.

    Út hálfleikinn voru okkar menn meira með boltann og með smá heppni hefðu þeir skorað en vantaði alla stjórn á miðsvæðið og augljóst að það þurfti að bregðast við. Klopp skipti arfaslökum Endo útaf og svo kom Trent inn á strax eftir hálfleik eftir að Bradley sneri sig á ökkla.

    Næstu tuttugu mínútur voru svipaðar því sem á undan fór. Liverpool miklu miklu miklu meira með boltann en þrátt fyrir að maður sæi greinilega framför í spilinu með innkomu Szobozlai og Trent þá voru engin færi til að tala um. Palace varðist vel og töfðu vel. Þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum skipti Klopp inn á Gakpo og Jota fyrir Diaz og Nunez.

    Næstu fimm voru algjör stormur, þar sem Jota og Curtis Jones hefðu báðir átt jafna og Alisson mynti á hvers við höfum saknað þegar hann varði fullkomnlega. Palace tók ævintýralega langan tíma í þrefalda skiptingu og gerði hvað þeir gátu til að drepa tempóið.

    Þrátt fyrir að það vantaði ekki baráttuna þá varð úrslitum leiksins ekki breytt. Okkar menn gátu ekki framkallað en eitt kraftaverkið og Palace sigldu sigrinum heim. Örvæntingin náði hápunkti þegar Alisson kom fram til að reyna að skora aftur úr föstu leikatriði.

    Bestu menn Liverpool

    Ekki margir sem gera til tilkall hér. Diaz var fínn þangað til hann var tekin út af, Robbo frábær í fyrri hálfleik. Aðrir voru ekki góðir.

    Vondur dagur

    Hér um bil allir. En ég auglýsi nú formlega eftir Mohammed Salah, sem var svo til ósýnilegur í þessum leik. Endo átti líka sinn versta leik lengi.

    Hvað nú?

    Liverpool endar leikvikuna í þriðja sæti og munu væntanlega klára tímabilið þar. Það þarf kraftaverk á Ítalíu til að halda lífi í þessu tímabili. Meiri bévítans vikan búin.

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn Palace: Jones og Robbo hefja leik

    Það er komið í ljós hverjir hefja leik eftir tæpan klukkutíma og reyna breyta vegferðinni sem liðið er á til hins betra. Skellurinn var stór á fimmtudaginn og liðið þarf að setja í alvöru gír:

     

    Mun sterkari bekkur en við höfum vanist síðustu mánuði, vonandi að okkar menn geti leyft sér að skipta vel svo mínútur komist í lappir.

    Hinum megin stilla Palace sér svona upp:

     

     

     

     

     

     

    [...]
  • Crystal Palace mætir á Anfield – síðasti heimaleikurinn í apríl

    Á morgun leikur Liverpool síðasta heimaleik sinn í apríl og heldur inn í afar erfitt og mikilvægt útileikja prógram þar sem restin af leiktíðinni getur komið til með að taka á sig smá mynd. Liverpool þarf meðal annars að fara til Ítalíu og vonast eftir enn einu dramatísku Evrópu ævintýrinu eftir ansi vonda rassskellingu gegn Atalanta á Anfield síðastliðinn fimmtudag og þar í kring eru það útileikir í deildinni gegn Fulham, Everton og West Ham.

    Það var allt sem klikkaði á Anfield í síðasta leik. Leikmennirnir voru slakir, þjálfararnir voru slakir og fólkið í stúkunni var slakt. Það var allt svo langt, langt, langt undir pari og eitthvað sem var vonandi einsdæmi og mun ekki koma aftur fyrir á leiktíðinni. Svigrúmið til svona klúðurs og frammistöðu er bara ekkert.

    Hvað Klopp hyggst gera með liðsval sitt verður áhugavert en við sáum nokkur kunnuleg andlit aftur í liðinu gegn Atalanta og þeirra á meðal voru Diogo Jota, Stefan Bajcetic og Trent voru á bekknum og Diogo Jota kom inn á í þeim leik og Bajcetic spilaði með u23 liðinu í gær en Trent sat á bekknum og Klopp sagði að hann hafi ekki verið tilbúinn að koma inn á gegn Atalanta, það er því kannski pínu spes að hann hafi verið í liðinu ef það er staðan en vonandi er hann tilbúinn í einhverjar mínútur á morgun og Klopp gaf í skyn að Jota gæti spilað eitthvað meira svo kannski gæti hann sést í byrjunarliðinu. Alisson ætti vonandi að láta sjá sig aftur fljótlega en hann er farinn að æfa aftur en líklega verður hann ekki í byrjunarliðinu á morgun.

    Crystal Palace hafa verið í töluverðu basli upp á síðkastið og ekki gengið vel að vinna leiki þrátt fyrir þjálfaraskipti fyrir nokkrum vikum síðan og hafa þeir aðeins unnið einn deildarleik síðan í febrúar sýnist mér en á móti kemur þá er bara einn eða tveir leikir á þeim tíma sem þeim hefur ekki tekist að skora í. Þeir mættu Man City í síðustu umferð og komust yfir í upphafi leiks og hefðu í raun bara átt að vera yfir með tveimur eða þremur mörkum í hálfleik en enda svo á að tapa 4-2 svo það má alveg segja að þeir séu sýnd veiði en ekki gefin.

    Mikil meiðsli eru að herja á lið Crystal Palace og nokkrir fínir leikmenn verða ekki með þeim á morgun en þeir hafa leikmenn eins og Mateta, Eze og Olise sem eru mjög sprækir og geta svo sannarlega refsað ef þeir fá tækifæri til. Þannig að líkt og hefði þurft að gerast gegn Atalanta þá má Liverpool ekki gefa sömu skyndisóknarfæri á sér gegn Palace og þeir gerðu þá.

    Kelleher

    Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson

    Szoboszlai – Endo – Mac Allister

    Salah – Nunez- Diaz

    Ég held að Klopp geri nokkrar breytingar frá síðasta leik en geri kannski engar svona rosa drastískar breytingar á því og fari svona eins nálægt “sterkasta” byrjunarliðinu og er í boði miðað við þa´sem eru líklegir til að geta byrjað. Auðvitað frábært ef Trent, Jota og Alisson gætu byrjað leikinn því þeir eiga svo sannarlega heima í þannig byrjunarliði en mér þætti óvænt ef þeir byrji, það væri þá kannski einna helst Jota.

    Kannski gæti Endo tekið sér sæti á bekknum og Jones komið inn á miðjuna í staðinn en sá japanski hefur verið þí pínu ströggli síðustu tvo til þrjá leiki sem og Joe Gomez sem ég held að muni setjast á bekkinn í þessum leik.

    Þetta er ekki flókið, Liverpool þar öll þrjú stigin og þurfa þau að koma sama með hvaða hætti það gæti verið en það væri svo sannarlega gott fyrir allt og alla ef það kæmi eftir góða, örugga og sannfærandi spilamennsku þar sem Liverpool skorar nokkur mörk og fær ekkert á sig!

    Sjáum hvað setur.

    [...]
  • Liverpool 0 – 3 Atalanta

    0-1 Scamacca 38. mín

    0-2 Scamacca 60. mín

    0-3 Pasalic 83. mín

    Atalanta sýndu það á fyrstu mínútum leiksins að þeir væru skeinuhættir þegar þeir náðu nokkrum sinnum að koma sér í ákjósanlegar stöður á fyrstu mínútunum. Elliott átti snemma gott skot í samskeytin og Jones náði að þræða bolta í gegn fyrir Darwin Nunez sem setti skot sitt vel framhjá markinu og við virtumst vera að ná tökum á leiknum þegar Atalanta komust yfir. Scamacca fékk þá boltann inn á teignum og átti slapt skot sem lak undir Kelleher í markinu sem átti að gera mun betur.

    Okkar mönnum gekk hrikalega illa að ráða við pressu Atalanta manna og í hálfleik var Klopp greinilega ósáttur og gerði þrefalda skiptingu þar sem Robertson, Szoboszlai og Salah komu allir inná en lítið skánaði.

    Það virtist þó vera að stefna í jöfnunarmark þegar tveir leikmenn Atalanta sluppu inn fyrir og Scamacca skoraði aftur og kom þeim í 2-0. Salah minnkaði svo muninn en var dæmdur rangstæður og til að kóróna það átti Szoboszlai svo ömurlega sendingu tilbaka sem varð til þess að Pasalic kom Atalanta í 3-0 og fullkomnaði niðurlæginguna á Anfield.

    Bestu menn Liverpool

    Þó undarlegt sé fannst mér tveir bestu menn okkar í dag spila sitt hvorn hálfleikinn. Hvorugur var frábær en það kom mér á óvart að Elliott skyldi vera tekinn af velli í hálfleik í dag, vissulega vildi Klopp koma Salah inn í leikinn en fannst Elliott hafa verið skástur í fyrri hálfleik og svo kom Robertson ágætlega inn í þetta í seinni hálfleiknum en það gæti líka verið því Tsimikas var að eiga hauskúpuleik í fyrri.

    Vondur dagur

    Restin. Kelleher gerir vond mistök í fyrsta markinu en má eiga það að hann lét það ekki brjóta sig og átti nokkrar fínar vörslur í leiknum. Gat lítið gert í marki tvö en hefði kannski getað gert betur í því þriðja en skrifast ekki á hann. Gomez hefur verið frábær í vetur en hann var afleytur í dag og verður að hætta að skjóta, þetta var aldrei fyndið og mun ekki verða það. Macca átti undarlega slakan dag og Endo virkar ekki alveg heill miðað við síðustu tvo leiki. Gakpo byrjaði vel en fjaraði snemma undan því og ég gæti haldið svona áfram með hvern einasta leikmann í dag.

    Hvað nú?

    Við höfum áður verið 3-0 undir í evrópu og snúið því við en þá var heimaleikurinn eftir og ljóst að það er ekki mjög líklegt að við sjáum það aftur. Því var þetta líklega síðasti leikurinn sem Klopp stýrir á Anfield.

    Þetta var okkar slakasti leikur á Anfield í langan tíma og jafnframt ein besta frammistaða mótherja sem maður man eftir í langan tíma. Nú er bara spurning hvort þetta brjóti liðið eða sé sparkið í rassið sem þeir þurfa til að klára tímabilið með stæl.

    Næsti leikur er gegn Palace á Anfield á sunnudaginn og sjáum þá úr hverju menn eru gerðir.

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn Atalanta

    Bekkur:  Adrian, Diaz, Szoboszlai, Salah, Jota, Robertson, Gravenberch, Clark, Bajcetic, Alexander-Arnold, Quansah, Bradley.

    Gott að sjá Bajcetic og Trent aftur í hóp og nokkrir lykilmenn sem fá að hvíla en samt ansi sterkt lið í dag. Set samt spurningarmerki við að sjá Konate í byrjunarliði, einungis þar sem hann virðist vera mjög brothættur þessa dagana og ég vil frekar sjá hann í deildarleikjum en flott lið og vonandi flott úrslit.

    [...]
  • Liverpool – Atalanta í kvöld (Upphitun)

    Eftir vonbrigði síðustu helgar þá er komið að næsta verkefni – í þetta skiptið er það 8 liða úrslit í Europa League þar sem við tökum á móti Atalanta, lið sem við mættum ekki fyrir svo löngu en jafnframt andstæðingur sem við eigum ekki mikla og stóra sögu með.

    (more…)

    [...]
  • Gullkastið – Endurtekið efni

    Jafnteflis tap á Old Trafford og svekkjandi helgi í boltanum en sigur í miðri viku.
    Amorim að nálagst Anfield? Fréttir vikunnar og nýtt Ögurverk lið aldarinnar.
    Næst hjá Liverpool eru tveir leikir á Anfield.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Óli Haukur og SSteinn

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 470

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close